Citrulline Xtra – Sítrónubragð 200gr
3.990 kr.
Citrulline Xtra er amínósýra og gjarnan er tekin inn fyrir æfingar þar sem hún eykur afköst og veitir þessa eftirsóttu „Pump“ tilfinningu í vöðvunum. Þessi frábæra amínósýra eykur úthald og flýtir fyrir endurbata eftir krefjandi æfingar með því að auka framleiðsu á ATP (orkuefni kroppsins) í frumum sem og að draga úr myndun á mjólkursýru í vöðvum við æfingar.
Ekki til á lager
Citrulline umbreytir kroppurinn í Arginine sem aftur veldur eða hvetur til nituroxíð-áhrifa í æðakerfinu, segir æðunum að slaka, sem aftur gerir þeim kleift að þenjast út. Það veldur síðan auknu blóðflæði um pípurnar, bættum súrefnisflutningi í blóði og heljarinnar pumpi á vinnslusvæðunum.
Hver skammtur inniheldur 3000mg og hver baukur inniheldur 33skammta.
Blandið 6gr (1skeið) í 250ml af vatni. Skeið fylgir með í bauknum. Ekki nota meira en ráðlagt er á umbúðunum.
Athugið að þetta er fæðubótarefni, og kemur að engu leyti í staðinn fyrir heilbrigt og hollt matarræði.
Innihaldsefni: citrulline malate, maltodextrin, L-citrulline, Bragðefni, Sætuefni: acesulfame K and sucralose, litarefni: carotenes. Gæti innihaldið snefilefni glúteins, soyja-bauna og/eða mjólkur svo bráðaofnæmis-fólk ætti etv að hafa pennana sína nálægt.