Fu*ked Up Juicy Orange – Orkudrykkur – 330ml
450 kr.
Þessi frábæri orkudrykkur gefur þér snögga orku og einbeitingu á dásamlega svalandi og bragðgóðu formi hvort heldur sem fyrir æfingar, á þeim, eða utan þeirra í venjulegu amstri daganna.
- Kolsýrð orkubomba
- Algjörlega Vegan
- 105mg af koffíni
- Inniheldur steinefni og sölt
- Bættur með B-vítamíni
121 á lager
Drykkurinn inniheldur líka Yerba mate, Grænte, Ginseng og kólín bítartrat sem er salt-afleiða úr kólíni. Kólín er magnað efni og er flokkað sem eitt af B-vítamínunum, það er vatnsleysanlegt. Kroppurinn okkar getur framleitt kólín á eigin spýrtur að því gefnu að nægilegt magn af B6-, B12- vítamínum, magnesíum, fólínsýru og methíóníni sé í fæðunni. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingarformi fitu og taugavefja en það virkar líka sem samverkandi þáttur í hröðun ensíms-efnahvarfa.
Kólín spilar stóra rullu í virkni taugavefja, og er í raun tengt allri starfsemi líkamans. Samrunamyndun á kjarnsýrunum DNA og RNA krefst til dæmis kólíns. Hlutverk þess við rétt efnaskipti fitu er mikilvægt þar sem það hjálpar til við meltingu, frásog og flutning fitu og fituleysanlegu vítamínanna A, D, E og K um blóðið. Þar fyrir utan er Kólín talið hafa róandi áhrif á hugann, unnið gegn spennu og streitu og bætt andlegt ástand að einhverju leyti. Það er talið framleiða efni í heilafrumum sem bætir minnið. Kólin er afar hjálplegt eðlilegri lifrarstarfsemi þar sem það aðstoðar við að losa líkamann við úthreinsun óæskilegra eiturefna og fitu. * (sjá tilvísanir í umfjöllun og rannsóknir neðar í textanum)
Við viljum taka sérstaklega fram að orkudrykkir eru ekki góðir fyrir, né ætlaðir börnum eða viðkvæmu fólki. Við ráðleggjum öllum sem eru í vafa um hvort fæðubótarefni eða orkudrykkir sem þessi séu hentugir fyrir þau, að ráðfæra sig við lækni. Þessi drykkur kemur ekki í staðinn fyrir heilbrigt og gott matarræði.
Næringargildi | 330ml | *%RDI |
Orka | 4 kcal | |
Fita | 0 kcal | |
Kolvetni | 0 g | |
– þ.a sykur | 0 g | |
Prótein | 0 g | |
Salt | 0,08 g | 1,5% |
Trefjar | 0 g | |
Magnesíum | 17 mg | 15% |
Níasín | 8 mg | 50% |
Tilvísanir:
Natinal Institute of health – Um Choline
https://ods.od.nih.gov/factsheets/Choline-HealthProfessional/
Umfjöllun BBC um vikrni Kólíns á heila og hug
https://www.bbc.com/future/article/20250408-choline-the-underappreciated-nutrient-thats-vital-for-our-brains
Froniers – rannsóknir á virkni kólíns:
https://www.frontiersin.org/journals/endocrinology/articles/10.3389/fendo.2023.1148166/full