Cleanse & Balance – Anti Bloat

3.990 kr.

Cleans & Balance er hreint út sagt stórkostlegur vökvalosari eða „anti-bloat efni“.  Náttúrulega kalíumsparandi vara sem hjálpar þér að berjast gegn óþarfa vatnsbindingu, “bloat’un” og vökvasperringi.

  • Milt en áhrifaríkt þvagræsilyf
  • Allt hráefni er náttúrulegt
  • Inniheldur upplausn úr m.a. túnfífil (dandelion), nettlulaufi ásamt kalíumi

Ef þú vaknar svo “bloated” að það er eins og þú sért með skelfisk-ofnæmi og hafir verið að klára rækjusamloku, er hér komin fullkomin lausn á því vandamáli.

1 á lager

Vörunúmer: 7350069382313 Flokkur:

Lýsing

Cleans & Balance er vökvalosari frá Swedish Supplements. Hér er svo sannarlega vísindalega valin og vel ígrunduð blanda og samsetning efna úr jurtaríkinu með það í huga að berjast gegn óþarfa vökvabindingi. Efna eins og fíflarót, einiberjum, trönuberjum og nettlu-laufi.  Þessi vara er sannkölluð „meistaradeild” efna sem öll stuðla að heilbrigðum og góðum vökvabúskap líkamans okkar samhliða því að hindra eða leysa óþarfa vökvabinding í kroppnum.  En þetta er ekki bara fyrir venjulegu „ég’ana“ og „þú’ana“ sem líður þrútnum, heldur er þessi efnablanda einnig notuð af fitness og vaxtarræktarfólki sem vill og/eða þarf að lækka vökvamagn í líkamanum til að ná aukinni vöðvaskerpu áður en stigið er á sviðið.

Í mörgum svona efnablöndum eru oft notaðar malaðar jurtir, en í þessari blöndu er einungis unnið með upplausnir eða „extracta“ virku efnanna til að tryggja réttar og nákvæmar skammtastærðir og hlutföll blöndunnar. Þessar upplausnir eru meðal þeirra sterkustu á markaðnum og það gerir þetta efni að allt annarri og betri blöndu meðan Anti-bloat-efna en mörg önnur sem í boði eru annarsstaðar.

Cleans & Balance inniheldur kalium og B6 vítamín en þessi efni stuðla að réttum vökvabúskap og léttingu ónauðsynlegs vökvamagns þar sem þau hafa td andstæða verkun efna á borð við salt sem bindur vökva.

Fyrir það fólk sem stefnir á þyngdartap, fitubrennslu og vatnslosun er þessi blanda frábær viðbót við heilbrigt matarræði og má nota samhliða inntökum á fitubrennurum án vandræða.  Þessi blanda inniheldur koffín, svo ekki ætti að nota það á þeim tímum þar sem slíkt getur haft neikvæð áhrif á svefngæði.

Blandan er ætluð öllum kynjum. Hún er ekki ætlum börnum, konum með barn á brjósti eða almennt öðrum lífverum en fullorðnum og heilbrigðum manneskjum.

Inntökur: 6 hylki á dag, dreift yfir daginn milli máltíða.  Drekkist alltaf með hæfilegu magni af vatni.

Athugið að þetta efni kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir heilbrigt og gott matarræði og ef af heilsufarsástæðum leikur nokkur vafi um hvort taka eigi slíkt efni, er alltaf best að ráðfæra sig við lækninn sinn.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Cleanse & Balance – Anti Bloat”