Turkesterone 500mg – 60hylki

7.490 kr.

Nú er það komið til íslands, hið umtalaða efni Turkesterone. Þrátt  fyrir að það hafi verið notað í náttúrulækningar í austurlöndum frá árinu 1960 er þetta efni núna fyrst að verða verulega umtalað í íþróttaheiminum. Það er í flokki ecdysterones, sem lengi var kallað „rússneska leyndarmálið“ en rússneskir íþróttamenn voru taldir hafa notað Ecdysterona sér til framdráttar td á Ólympíuleikum á níunda áratugi síðustu aldar. Efnið er þó ekki á bannlista WADA.  Efnið er unnið úr plöntum (Ajuga Turkestanica Extract) en efnafræðilega hefur það svipaða uppbyggingu og karlhormónið testósterón en er í flokki “ecdusteroids*”, og einmitt vegna meintra vefjaaukandi áhrifa hefur það orðið gríðarlega vinsælt meðal líkamsræktar og íþróttafólks, kraftlyftingafólks, hlaupara hjólafólks, sundíþróttamanna og síðan venjulegra “gym-fara”. Turkesterone frá Swedish Supplements er bætt með AstraGin® sem ætlað er að bæta enn frekar upptöku þessa fæðubótarefnis.

Það er vert að taka fram að vissulega eru ekki allir á sama máli um magnaða virkni þessa efnis, en margir telja að meðal kosta sem þetta efni hefur er að:

  • Stuðla að auknum vöðvavexti, efla styrk og úthald.
  • Lækka slæmt kólesteról (LDL), auka styrk góðs kólesteróls (HDL)
  • Flýta niðurbroti kolvetna og fitu og hafa þannig áhrif á fitutap
  • Ekki talið hafa íþyngjandi áhrif á lifur og nýru eins og mörg vefjaaukandi efni
  • Bæta svefngæði
  • Draga úr kvíða
  • Auka kynhvöt
  • Draga úr mjólkursýrumyndun
  • Styrkja ónæmiskerfið
  • Draga úr þreytu og sleni ásamt hraða endurbataferli eftir æfingar
  • Ekki talið hafa karllæg áhrif á leghafa
  • Vera bólgueyðandi og hafa andoxandi áhrif á frumustarfsemi.

8 á lager

Vörunúmer: 7350069384508 Flokkur:

Lýsing

Eins og áður segir, þá er efnafræðileg uppbygging þessa efnis mjög lík androgenískum vefjaaukandi efnum sem hjá karlmönnum stjórna karllægum einkennum, og því er þetta efni gjarnan notað sem testósterón-booster til að hækka eigið magn karlhormóns í líkamanum. Talið er þó óhætt fyrir konur að taka efnið án aukingu karllægra áhrifa.

Skammtur í einingu: 60hylki / 1hylki á dag

Ekki ætlað fólki undir 18ára aldri, ófrísku fólki, fólki með börn á brjósti, eða börnum.

Við erum búnir að vera nógu lengi í faginu til að hafa lært að alhæfa almennt ekki um virkni fæðubótarefna án tilvísunar í rit-rýndar rannsóknarniðurstöður, og varðandi þetta tiltekna efni mælum við með að fólk sem vill vita meira um virkni ecdysterone, kynni sér vandlega t.d. umfjöllun greinar um ecdysterone á National Library of Medicine

 

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Turkesterone 500mg – 60hylki”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…