Lýsing
Crazy 8 er kristaltær snilld úr smiðju Swedish Supplements og hér er á ferðinni enn ein glænýja bragðtegundin og nú með ástríðufullu Ananas-bragði. Pre-workoutin Fucked Up og The Butcher hafa slegið rækilega í gegn og Crazy 8 gefur hinum ekkert eftir.
Crazy 8 inniheldur 8 mismunandi örvandi efni sem vinna saman á einstakan hátt. Niðurstaðan er kröftug orkubomba sem veitir aukna einbeitningu og stuðlar að því að hver æfing verði hrikaleg!
Þetta frábæra Pre-workout inniheldur Tyrosine sem kemur í veg fyrir þetta algenga “crash” eftir neyslu á örvandi efnum. Taurin er annað innihaldsefni í vörunni sem minnkar áhrif Cortisol á okkur og hefur jafnandi áhrif á öll þessi örvandi efni. Citrullin er efni sem hækkar gildi Arginine í blóðina sem eykur súrefnisflæði og eykur framleiðslu okkar á vaxtarhormónum og stuðlar þannig að auknum vöðvamassa. Beta-alanine er aminósýra sem finna má í Crazy 8 og flýtir fyrir endurheimt og dregur verulega úr vöðvaþreytu sem gerir vart við sig á krefjandi æfingum. Beta-alanine er efnið sem veldur þessari “tingle” tilfinningu sem mörgum þykir svo eftirsótt.
Öll þessi efni og fleiri koma saman í Crazy 8 sem er frábærlega bragðgóður og svalandi drykkur sem gefur þér heldur betur orkuna sem þú þarft til að upplifa rosalegustu æfingu sem þú hefur tekið!
Athugið: Preworkout’ið er mjög viðkvæmt fyrir raka og hita og þessvegna getur efnið „klumpast“ upp í dollunni, jafnvel fyrir opnun nýrrar dollu. Þetta er eðlilegt að gerist, og hefur að engu leyti áhrif á gæði vörunnar eða áhrif. Mælt með með að hrært sé upp í duftinu með gaffli eða skeið ef þetta kemur upp, og síðan er nóg að hrista dolluna fyrir hverja notkun.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar