Lýsing
Með því að nota Vegan Prótein Deluxe eykur þú daglegar heildarinntökur á próteini og gerir líkamanum kleift bæta endurbata eftir harðar æfingar. Rannsóknir sýna einmitt að neysla á plöntupróteini sé algjörlega sambærileg við notkun mysupróteina.
Ertuprótein eða Baunaprótein er afskaplega auðmeltanlegt og hefur hátt líffræðilegt gildi. Það er því hægt að bera það saman við virkni dýrapróteina, nema að baunapróteinið er algjörlega án slæms kólesteróls. Baunaprótein hentar langflestum sem eru viðkvæmir eða með ofnæmi fyrir laktósa, mjólkurpróteini og glúteini. Prótein unnið úr ertubaunum veitir ekki sömu insúlínsvörun og mysuprótein og hentar því miklu betur fólki með viðkvæmt insúlínviðnám í samanburði við þau áhrif sem mysuprótein hefur.
Hrísgrjónaprótein er afar milt og mjúkt og hefur breitt amínósýrusnið eða hátt hlutfvall af keðjuamínósýrunum Leucine, Isoleucine og valine (BCAA) auk þess að vera gríðarlega ríkt af vítamínum og steinefnum. Þegar því er blandað saman við hafraprótein og ertuprótein fæst hin fullkomna blanda próteina úr jurtaríkinu sem er milt á maga og meltingu, og hentar mörgum sem þjást af ofnæmi fyrir öðrum tegundum próteina.
Hafraprótein er glæsileg viðbóð við hina próteingjafana og hefur þessari blöndu sérstaka mýkt í bragði og áferð. Hafrarnir auðga blönduna með beta-glucani sem talið er hafa öfluga virkni gegn sýkingum og óæskilegum bakteríum. Beta-glucan er ákveðin tegund af uppleysanlegum trefjum sem hafa jákvæð áhrif á kólesteról og hjartaheilsu. Það finnst í heilkorni, höfrum og byggi, jú og næringargeri einnig auk þess sem það er að finna í nokkrum tegundum sveppa eins og Maitake og reishi-sveppum. Af mörgum er þetta tiltekna efni talið eitt það öflugasta sem við fáum til skyrkingar ónæmiskerfisins okkar.
Vegan Próten Deluxe kemur í þremur bragðtegundum, Súkkulaði & banana, Vanillu & möndlubragði og síðan Vanillur & eplaböku-bragði.
Blöndun: Taktu eina ríflega skúbbu (ca 27gr) og blandið í 2-3dl af vatni og hristið hressilega. 1-3 skammtar á dag eru í fínu lagi.
Athugið að þessi próteinblanda ein og sér, kemur ekki í stað hollrar fæðu og góðs matarræðis, heldur er hér á ferðinni fæðubót af besta tagi.
Tilvitnanir:
- Effects of oat protein supplementation on skeletal muscle damage, inflammation and performance recovery following downhill running in untrained collegiate men
- Supplementation with oat protein ameliorates exercise-induced fatigue in mice
- The effects of 8 weeks of whey or rice protein supplementation on body composition and exercise performance
- Effects of daily 24-gram doses of rice or whey protein on resistance training adaptations in trained males
- The Skeletal Muscle Anabolic Response to Plant- versus Animal-Based Protein Consumption
- Pea proteins oral supplementation promotes muscle thickness gains during resistance training: a double-blind, randomized, Placebo-controlled clinical trial vs. Whey protein
- The Effects of Whey vs. Pea Protein on Physical Adaptations Following 8-Weeks of High-Intensity Functional Training (HIFT): A Pilot Study
Umsagnir
Engar umsagnir komnar