E-Vítamín

2.990 kr.

Hér er háskammta viðbót sem gefur 268mg af hreinu E-vítamíni. E-vítamín er fituleysanlegt vítamín þ.e. það er geymt í fituvef og við skolum það ekki út sem vatnsleysanleg vítamín með daglegu þvagi okkar. Það er eitt mikilvægasta andoxunarefnið okkar sem hjálpar til við að vernda líkamann fyrir oxunarálagi.

1 á lager

Vörunúmer: 7350069383204 Flokkur:

Lýsing

E-vítamín skortur
Lítt þekktur hjá fullorðnum og kemur helst fram í tengslum við sjúkdóma. Sjaldgæfur hjá börnum en lýsir sér með vökvasöfnun, sárum á húð og fækkun rauðra blóðkorna.

E-vítamín eitrun
E-vítamín eitrun er óalgeng. Helstu einkenni ofskömmtunar eru höfuðverkur, verkir í meltingarfærum, ógleði, niðurgangur og lækkaður blóðþrýstingur.

Aukaverkanir
Lítt þekktar nema um ofskömmtun sé að ræða.

Milliverkanir
Aukin blæðingarhætta. E-vítamín ætti því ekki að taka inn með blóðþynningarlyfjum. Laxerolía, paraffínolía og járn draga úr frásogi E-vítamíns frá meltingarvegi. Getnaðarvarnartöflur draga úr virkni E-vítamíns.

Frábendingar
Einstaklingar með K-vítamín skort ættu ekki að taka inn E-vítamín vegna aukinnar blæðingarhættu.

Dagskammtur karla er að meðaltali um 9 milligrömm af E-vítamíni og 8 milligrömm hjá konum.

Upptaka E-vítamíns í þörmunum er aðeins um það bil fjórðungur af því sem neytt er.
– Það er mjög sjaldgæft að fólk fái of stóran skammt af E-vítamíni.

Heimildir
R. Marcus, A.M. Coulston, Fat-soluble vitamins. Goodman & Gilman´s The pharmacological basis of therapeutics 9th edition. 1996 McGraw-Hill New York. Bls. 1585-1588, 1549.

G. Samuelsson. Drugs of Natural Origin, a textbook of Pharmacognosy 4th revised edition. 1999

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “E-Vítamín”

Þér gæti einnig líkað við…