Lýsing
BCAA er keðja nauðsynlegra amínósýra og þær eru af mörgum taldar þær mikilvægust í söfnun nauðsynlegra amínósýra. Þessar tilteknu amínósýrur auka og styðja við próteinmyndun sem þýðir einfaldlega að þau hjálpa líkamanum að byggja upp meiri vöðvamassa, flýta fyrir því að líkaminn jafni sig eftir erfiðar æfingar, og draga úr niðurbroti þar sem þau auka innihald insúlíns sem örvar vöðvauppbyggingu og bælir magn streituhormónsins kortisóls.
Í EAA eru 9 amínósýrur auk glútamíns, Taurins, C-vítamíns og B6-Vítamíns. Þessi frábæra blanda er því algjörlega það sem líkaminn þarf við mikla hreyfingu, endurbata og skilvirka líkamsstarfsemi.
Efnið er ætlað til notkunar meðan á æfingu stendur og/eða eftir æfingu.
Blöndun: blandaðu 15gr af efninu (1 rífleg skeið) í 300ml af vatni, hristu og drekktu brosandi.
Athugið að efnið er til viðbótar hollrar fæðu, og kemur ekki í staðinn fyrir mat. Ekki ætlað konum með barn á brjósti, börnum, gæludýrum eða blómum.
Tilvísanir:
- Activation of mTORC1 by leucine is potentiated by branched-chain amino acids and even more so by essential amino acids following resistance exercise
- Branched-chain amino acids activate key enzymes in protein synthesis after physical exercise
- Plasma lactate, GH and GH-binding protein levels in exercise following BCAA supplementation in athletes
- Branched-chain amino acids increase p70S6k phosphorylation in human skeletal muscle after resistance exercise
- Relation between glutamine, branched-chain amino acids, and protein metabolism
- Exercise promotes BCAA catabolism: effects of BCAA supplementation on skeletal muscle during exercise
- Nutraceutical effects of branched-chain amino acids on skeletal muscle
Umsagnir
Engar umsagnir komnar