Lýsing
Við höfum líka komist að því að þú kemur sem nemur innihaldi 8 stórra smartíspakka fyrir í brúsanum og getur því falið nammineysluna þína fyrir heyrnalausa bróður þínum…því auðvitað heyrist þegar brúsinn er hristur og það er Smartís í’onum en ekki lindarvatn.
Brúsinn er með þægilegu munnstykki sem hægt er að opna án þess að nota hendurnar og svo er tappinn sérlega þéttur og lekur ekki. Við höfum líka fengið ábendingu um að hægt sé að bora nokkur göt á hlið brúsans, og eitt í botninn, og nota hann sem sérkennilega blokkflautu… en við höfum þó ekki prófað þetta sjálf.
EN… Þetta er virkilega glaðlegur brúsi sem gott er að hafa við hendina.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar