MCT Vital olía á duftformi

5.200 kr.

MCT vital er hin eina sanna MCT-olía og fæst hér loksins á duftformi. Þessi helbera snilld er ketóvæn og hentar frábærtalega þeim sem tileinka sér kolvetna-lágan lífstíl. Tandurhrein MCT fita úr kókoshnetum veitir orku þegar þú vilt forðast að fá hana úr kolvetnum og sykri.   MCT fita eða „Medium Chain Triglyceride“ samanstendur af meðalkeðjum fitusýra og er notuð sem skjótvirkur orkugjafi líkt og kolvetni en þetta bragðlausa og flotta efni eykur seddu-tilfinningu, hækkar ekki insúlín, dregur úr hungri og styður fitutap.  Það er auðvelt að skutla duftinu í prótein-shake‘inn sinn, kaffið eða salatið.

 

  • Inniheldur gagnlegar akasíutrefjar.
  • Leysist vel upp í öllum vökva.
  • Gefur þetta geggjaða „creamy“ bragð.
  • Ketó- og lágkolvetna-vænt.
  • Engin sætuefni, laktósi eða glútein.

1 á lager

Vörunúmer: 7350069383341 Flokkur:

Lýsing

MCT tilheyrir flokki mettaðra fitusýra en það er hinsvegar afar frábrugðið öðrum fitusýrum í þessum hópi vegna þess hve ólíkt hraðar þær virka í frásogi. MCT veldur ekki hækkuðu kólesterólmagni og eykur ekki hættuna á hjartasjúkdómum. MCT duftið er auðleysanlegt og veitir vöðvunum orku frá fitusýrunum sem auðvelt er að brjóta niður.

1 skammtur er 1 skeið (10gr). Ekki er mælt með að taka meira en 3 skeiðar á dag. Sölueining 300gr

Hér er á ferðinni fæðubótarefni sem er ætlað með fæðu, en kemur ekki í stað hollra og góðra máltíða.
Geymist á þurrum og friðsælum stað, þar sem börn og gæludýr komast ekki í baukinn.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “MCT Vital olía á duftformi”

Þér gæti einnig líkað við…