Lýsing
Sipp eykur úthald, jafnvægisskyn, snerpu og einbeitingu og það er engin tilviljun að boxarar hafa notað þetta smávaxna æfingartæki í gegnum áratugina. Æfing sem þessi eykur beinþéttni og gefur færi á minna höggálagi en til dæmis hlaup því að þegar þú sippar deilist höggþunginn á báða fætur og kemur niður á fjaðrandi táberg en ekki hæla sem leiðið högg upp í fótlegginn.
Það hefur síðan í seinni tíð komið í ljós að sipp bætir heilastarfsemina þar sem æfingin krefst samhæfni, taktfestu og aðferðafræðilegrar hugsunar og einbeitingar.
Af öllum heimaæfingartækjum sem í boði eru, eru sippubönd þar að auki líklega ódýrasti kosturinn sem gefst.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar