Lýsing
Líkaminn þarf prótein, fitu og kolvetni til að starfa rétt. Kolvetni eru aðal orkugjafi líkamans og eru næringarefnið sem næstum allar frumur líkamans nota fyrst og fremst við frumuendurnýjun og virkni. Það eru til margar mismunandi gerðir kolvetna og ein þeirra er maltódextrín. Hér er á ferðinni fjölsykra á duftformi sem líkaminn nær að nýta gífurlega hratt. Þetta efni er notað nákvæmlega eins og Dextrósi, sem einsykra. Maltódextrósinn er upp byggður af mörgum glúkósa-sameindum og þessi sænska gæðavara er ekki erfðabreytt og er non-GMO vottuð.
Maltódextrín er tiltölulega stór sameindakeðja sem samanstendur af glúkósa í formi fjölliða. Þetta eru kolvetni sem blandast vel í vökva og er mjög auðvelt að sameina það með næstum hvaða drykkjarformi sem er. Með maltódextríni hefurðu því sveigjanlega leið til að fylla á auka kolvetnabirgðir líkamans þegar á þarf að halda.
Skammtafjöldi / skammtastærð: Ein skeið er 33 g af maltodextrini. Ein pakkning inniheldur 3kg, eða 90 skammta.
Næringagildi | Per 100 g | DRI% * |
Orka | 1 632 kJ / 380 kcal | |
Fita | 0 g | |
Þar af mettuð | 0 g | |
Kolvetni | 96 g | |
Þar af sykrur | 16 g | |
Trefjar | 0 g | |
Prótein | 0 g | |
Salt | 0.02 g | <0.5 |
Innihaldsefni: Maltodextrin Maltosweet ™ 300 (Unnið úr vatnsrofinni kornsterkju).
Upprunaland: Svíþjóð
Geymsluaðferð: í lokuðum umbúðum á þurrum stað.
Annað: Efnið er ætlað til fæðubótar, og kemur því ekki í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar