HgH-day – Bjartari dagar

2.990 kr.

Hér er á ferðinni krafmikil blanda öflugra efna á borð við Maca, ornithine, arginine og sinks sem ætlað er að örva seytingu „human growth hormone“ eða HgH sem aftur styður við vöxt vöðva og bætir verulega  virkni líkamans og eflir líðan.  Gerðu góða daga enn betri með HgH-day.

1 á lager

Vörunúmer: 5907368838984 Flokkar: ,

Lýsing

Maca er þekkt fyrir að auka styrk og kraft og notuðu hermenn Inkanna til að mynda maca fyrir löng ferðalög og bardaga. Maca duft er talið sérstaklega gott til þess að bæta frjósemi, kyngetu og auka kynhvöt bæði karla og kvenna. Maca er hlaðið hinum ýmsu andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við óæskileg efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við slæm efni, til að mynda í snyrtivörum.

Arginínið er amínósýra sem sinnir ýmsum lífefnafræðilegum aðgerðum mannslíkamans, svo sem að auka seytingu köfnunarefnisoxíðs eða nitur-oxíðs sem er nauðsynlegt fyrir útvíkkun æða og aukinn súrefnisflutning í æðakerfinu. Það talið örva framleiðslu HgH eða vaxtarhormónsins við líkamlega áreynslu.

Sink viðheldur meðal annars góðri framleiðslu testósteróns og framúrskarandi upptöku og úrvinnslu próteins. Það er mikilvægt fyrir eðlilega skiptingu og starfsemi fruma, og er nauðsynlegt til myndunar á kjarnsýrunum RNA og DNA ásamt því að vera miklivægt tli eðlilegrar starfsemi ýmissa hvata. Það  tekur nefnilega beinan þátt í mörgum hvataferlum og hormónastarfsemi.

Löngum hefur því verið haldið fram að lifur, ostrur, hnetur og fræ séu kynörvandi, en það kann einmitt að vera vegna sink-innihalds þessara fæðutegunda. Sink gegnir afar mikilvægu hlutverki í allri tímgunarstarfsemi karla, ekki sýst hormónamyndun, framleiðslu sæðis og hreyfanleika þess.

þetta eru því allt frábær efni til að gera góða hluti enn betri.

Innihaldsefni: maca extract 1500mg, Arginine 900mg, Ornithine 450mg og 10mg sink

Varnaðarorð: Varan getur innihaldið snefilefni Soya-bauna, hveitis og hneta.  Varan hentar ekki ófrískum konum eða brjóstmylkingum og þetta efni er fæðubótarefni og kemur því ekki í staðinn fyrir hollt og gott matarræði.

Skömmtun: 3 hylki daglega.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “HgH-day – Bjartari dagar”

Þér gæti einnig líkað við…