Lýsing
D-vítamín hefur mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum. Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði. Skortur D-vítamíns í fullorðnum getur valdið beinþynningu, beinmeyru, vöðvarýrnun og tannskemmdum. Skortur D-vítamíns í börnum veldur beinkröm eða vansköpun beina vegna kalkskorts.
Þar sem við hérna á klakanum sjáum sólina af ansi skornum skammti ef mælst til þess að íslendingar taki D-vítamín í fæðubótarformi þar sem erfitt er að fullnægja daglegri þörf okkar yfir dimmasta tíma ársins en sólarljósið er ein helsta uppspretta D-vítamíns.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar