Lýsing
Pyruvate myndast við niðurbrot glúkósa-sameinda, sem aftur nýtist til myndunar á ATP (adenósín þrífosfat). ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans.
Sumir telja að Pyruvate útiloki af-oxandi streitu í líkamanum, sem aftur gerir kolvetnum kleift að brenna, en gerir fitu einnig auðveldar að brenna þegar engin kolvetni eru í boði. Í grundvallaratriðum eykur pýrúvat efnaskiptasveigjanleika og efnaskiptahraða líkamsstarfseminnar.
Við hjá Fitnessvefnum viljum alltaf að sem minnst alhæfa um virkni fæðubótarefna því við viljum að sé eitthvað að marka sem við segjum, Við leitum okkur því alltaf ráða og kynnum okkur niðurstöður rannsókna þegar það er hægt. Við hvetjum þessvegna áhugasamt fólk til að kynna sér niðurstöður rannsókna á Pyruvite, því sumar þeirra staðfesta umtalsvert fitu og þyngdartap, meðan aðrar telja að efnið sýni ekki marktækan mun. Við vísum því hér í rannsóknar-niðurstöður og umfjöllun sem sýna hvorutveggja.
National Library of Medicine
The effects of pyruvate supplementation on body composition in overweight individuals
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10355844/
National Library of Medicine
Pyruvate supplementation for weight loss: a systematic review and meta-analysis of randomized clinical trials
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24188231/
Kaiser Foundation Health Plan of Georgia, Inc.
Umfjöllun um Pyruvate
https://wa.kaiserpermanente.org/kbase/topic.jhtml?docId=hn-2903001