Lýsing
Immuno frá Swedish Supplements er einstaklega bragðgóður drykkur sem styrkir varnir ónæmiskerfisins og er því tilvalin yfir vetrartíman hér á klakanum eða þegar verið er að æfa undir miklu álagi.
Immuno bætir að sama skapi endurheimt eftir krefjandi æfingar og inniheldur meðal annars amínósýruna L-Glútamín sem hindrar vöðvaniðurbrot. Immuno inniheldur einnig töluvert magn af C-vítamíni sem kemur í veg fyrir mikla þreytu í líkamanum, verndar frumur líkamans og stuðlar að heilbrigðri starfssemi ónæmiskerfisins. D vítamín sem einnig er að finna í Immuno spilar stórt hlutverk í vöðvavirkni líkamans og bættri virkni ónæmiskerfisins. Önnur vel valin efni eru að finna í Immuno, sem sem Zink, Betaglucan, L-Lysine og fleiri.
Skelltu í þig svalandi Immuno með morgunmatnum fyrir hraustari þig!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar