Lýsing
Kalíum er mikilvægt fyrir heilbrigt taugakerfi og reglulegan hjartslátt. Kalíum og natríum vinna saman að eðlilegu vökvajafnvægi í líkamanum. Kalíum er mikilvægt í efnahvörfum í frumum, hjálpar til við að viðhalda jöfnum blóðþrýstingi og flutning rafboða hjá frumum. Einnig stjórnar kalíum flutningi næringarefna í gegnum frumuhimnur. Sífellt fleiri rannsóknir benda til mögulegra jákvæðra áhrifa kalíums og magnesíums gegn háþrýstingi og ýmis konar hjartasjúkdómum.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar